Athyglisverðir staðir

Austurland er einn af glæsilegustu stöðum á Íslandi, það eru endalausir fallegir og athyglisverðir staðir sem sjá má í náttúrunni, fallegu firðirnir okkar, hreindýrin, lundar, önnur villt dýr og fuglar, allir bæirnir og fleira. Heimildir eru fengnar frá Visit Austurland - www.east.is þar sem þú getur fengið frekari upplýsingar.

Image placeholder
Austurland - foss

Hengifoss - Fljótsdal

Hengifoss er í norðanverðum Fljótsdal á móts við innri enda Lagarfljóts. Hann er næst-hæsti foss landsins, 128 m hár. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn.Í berginu finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag, enda er sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss, Litlanesfoss, lukinn óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð. Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá upphafsstað en það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum. Hengifoss er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.

Image placeholder
Austurland - bær

Seyðisfjörður

Seyðisfjörður er mótaður af ísaldarjökli, hann einkennist af frábærri hafnaraðstöðu og norskri arfleifð. Seyðisfjörður hefur verið mikilvæg verslunarmiðstöð frá nítjándu öld fram til nútímans, vegna náttúruhafnar og nálægðar við meginland Evrópu. Litríkum timburhúsum í norskum stíl, frá fyrstu árum 20.aldar sem gera þetta þorp einstakt á Íslandi. Gönguleiðir eru um bæinn, út með ströndinni eða við Fjarðará og gera kleift að fá skemmtilega og afslappandi upplifun. Á sumrin býður Seyðisfjörð upp á blómlegt listalíf, með heimsóknum listamanna og vaxandi samfélagi listamanna. Menningarmiðstöð Skaftfells hefur að geyma verk eftir sum þeirra, þar á meðal svissnesk-þýska listamanninn og fyrrverandi íbúa Seyðisfjarðar, Dieter Roth (1930-1998). Á Seyðisfirði eru um það bil 700 íbúar, sem jafnan hafa lifað af fiskveiðum. Undanfarin ár hefur ferðaþjónusta þó vaxið hratt.

Image placeholder
Austurland - fjall

Fjallið Snæfell

Fjallið Snæfell sem er 1.833 m hæð er hæsta fjall á Íslandi fyrir utan jökulsvæðið. Jafnvel svo, og þrátt fyrir almennan snjó, (Snæfell = "Snjóbergið“), er það nokkuð aðgengilegt frá Snæfellsskáli. Þó Snæfell státi af sinni prýði, býður það upp á stórkostlegt útsýni, að hluta til með útsýni yfir Eyjabakka sem eru búsvæði fyrir gæsir. Hreindýr geta oft sést vestur af Snæfelli, í átt að Hálsalóni, auk annarra svæða á Austurlandi.

Image placeholder
Austurland - Skógur

Hallormsstaður

Hallormsstaður var fyrrum prestssetur og kirkjustaður. Byggðahverfi hefur myndast á Hallormsstað í tengslum við skólahald, ferðaþjónustu og starfsemi Skógræktar ríkisins. Hallormsstaðarskógur er stærstur skóga á landinu. Skógræktarstöð var stofnsett á Hallormsstað árið 1903 og skógurinn friðaður 1905. Þar er nú merkilegt trjásafn að finna. Göngustígur liggur um safnið og eru þar listsýningar og ýmsar uppákomur, meðal annars Bændadagurinn. Atlavík, innarlega í skóginum við fljótið, er vinsæll áningarstaður ferðamanna.

Image placeholder
Austurland - Fjara, klettar

Gerpir

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi. Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð. Ástæða er til að mæla með heimsókn í Gerpi við alla er áhuga hafa á útivist.

Image placeholder
East Iceland - mountain

Dyrfjöll

Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað. Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.

Besti staðurinn til að gista!